Heill, gæfa, gengi, Landnemar lifi lengi!
Skátastarf
SKÁTARNIR
Skátahreyfingin er alþjóðleg æskulýðshreyfing sem vinnur að valdeflingu ungmenna í þeim tilgangi að virkja þau til jákvæðra áhrifa í sínu samfélagi og til þátttöku í að bæta þann heim sem við búum í.
Hægt er að fræðast meira um skátana í gegnum aldursbilin eða með því að hafa samband við okkur
á landnemi@landnemi.is, á facebook síðu Landnema eða í síma 888-1611
SJÁLFBOÐALIÐAR
Skátastarf er gefandi bæði fyrir ungt fólk og fullorðna sjálfboðaliða sem sinna starfinu með því. Í skátastarfi öðlast þú ekki eingöngu reynslu, kunnáttu og minningar heldur er félagsskapurinn líka frábær, tækifærin endalaus og starfið kemur í sífellu skemmtilega á óvart.
FULLORÐNIR SKÁTAR
OG FORELDRAR
Starf fullorðinna skáta er mjög fjölbreytt þar sem starfið veltur alveg á skátunum sjálfum og hvernig þau vilja stunda sitt skátastarf. Margir sinna sjálfboðaliðastörfum á borð við foringjastöður og stjórnarstöður eða koma inn í tímabundin verkefni.