top of page
Untitled-2.jpg

Þrymheimur

Untitled-2.jpg

Skátaskálinn Þrymheimur, byggður 1942-1943, stendur við Skarðsmýrarfjall á Hellisheiði. Hann er í eigu skátafélagsins Landnemar og SSL, en skálanefnd sér um rekstur skálans.

 

Nánari upplýsingar um skálann gefur Stefán Freyr Benónýsson í síma 661 0989 eða stefan.freyrb@gmail.com.

Aðstaðan í Þrymheimum

 

Upphitun:

Olíuofn og lokuð kamína í alrými, olíukabyssa (ein hella) í eldhúsi.

Svefnpláss:

Kojupláss fyrir 9 manns en vel hægt að koma fyrir 15 manns ef dýnur eru settar á gólfið.

Vatn:

Það þarf að koma með vatn – eða bræða snjó þegar hann er til staðar.

Klósettaðstaða:

Útikamar.

Símasamband:

Það er lélegt GSM samband frá pallinum en þokkalega gott í brekkunni fyrir ofan skálann.

Eldhúsáhöld:

Mjög takmarkað.

alandnemiaafmæli.jpg
kort-thrymur.jpg

Dagskrárhugmyndir fyrir dvöl í Þrymheim


 

  • Eldamennska í Bakaríisbrekkunni. Við mælum með að setja súkkulaðikökudeig, bananabrauðsdeig og rúgbrauðsdeig í mjólkurfernur og grafa þær í Bakaríisbrekkunni í 12 klukkustundir. Að auki má elda lambalæri á sama stað.

  • Vatnasull í Hengladalsánni í Fremstadal.

  • Snjóhúsagerð þegar það er nægur snjór.

  • Spila ýmis spil í skálanum.

  • Elda í eldstæðinu úti, t.d. í “Hollending” (e. Dutch Oven potti).

  • Pakka hamborgurum í álpappír og steikja í arninum.

  • “Fornleifauppgröftur” í ruslabrekkunni og við rústir brennda skálans (Jötuns) í Bakaríisbrekkunni

  • Mæla straumhraða í Hengladalsá

  • Súrra, t.d. þrífót við lindina til að láta brúsa síga niður

  • Moðsjóða í brekkunni við hliðina á skíðageymslunni

  • Æfa rötun

  • Setja upp tímabundna veðurstöð við skálann og mæla t.d. úrkomu yfir dvalartímann.

  • Höggva eldivið til að nota í arininn.

  • Sækja vatn í lindina - eða í Hengladalsánna ef lindin er þurr.

  • Flagga á fánastönginni.

  • Mæla hæð fánastangarinnar, t.d. svona: https://www.skogur.is/static/files/verkefnabanki-lis/haedarmaeling-i-skogi2019.pdf

  • Segja draugasögur

  • Halda kvöldvöku

  • Vinna að færnimerkinu Kamar

  • Skella sér á gönguskíði

  • Renna sér á sleða



 

Göngur

  • Skoða skátaskálana Kút og Bæli sem eru í eigu Skjöldunga og Kópa. (15 mínútur aðra leiðina)

  • Skoða skálann Hreysi í Miðdal (á leið inn í Innstadal). Er í eigu hóps eldri skáta. (30-45 mínútur aðra leiðina).

  • Gönguleiðir á Hengilssvæðinu á heimasíðu Orku náttúrunnar:  https://www.on.is/umhverfid/hengillinn/

  • Ganga inn í Innstadal, fara í bað í læknum og ganga til baka.

  • Ganga inn í Innstadal og upp á Skeggja (hæsta tindinn í Henglinum: 805 m.).

  • Ganga inn í Reykjadal og fara þar í bað. Á sumrin er hægt að fara í miðnæturgöngu þangað og þá er rólegra í Reykjadal.

  • Ganga ca. 22 km yfir á Úlfljótsvatn.

  • Ganga á Skarðsmýrarfjall.

  • Ganga í Hellisheiðarvirkjun og skoða sýninguna.

  • Skreppa til Hveragerðis, fá sér pylsu og ís og koma aftur til baka.

    • Hægt að ganga að bílunum, keyra til Hveragerðis og síðan aftur til baka.

    • Hægt að ganga út á þjóðveg, keyra þaðan niður í Hveragerði og síðan aftur til baka.

    • Hægt að ganga yfir í Reykjadal, þaðan áfram niður í Hveragerði (alls 23 km) og taka síðan strætó upp á Hellisheiði og ganga vörðuleiðina aftur upp í skála.

  • Ganga vörðurnar frá Hellisheiði að Öðlingunum.

  • Skoða hlaðna neyðarskýlið á vörðuðu leiðinni milli þjóðvegarsins og Hellisheiðarvirkjunar.

bottom of page